Sjálfsblekking

Eftir lestur þessarar fréttar þar sem Jóhanna segir að hún og ríkistjórn hennar hafi afgreitt 40 frumvörp og komið heimilum og fyrirtækjum til bjargar með orðaskrauti eins og velferðarbrú ??

Núna eru mörg fyrirtæki á hengiflugi og eru að falla frá og einnig þau störf sem þar eru og þau heimili sem byggja viðurværi sitt á störfum fyrir þessi fyrirtæki. Ég hef ekki séð hvað þessi ríkistjórn er að gera fyrir þetta fólk.

Ég þakka fyrir að einhver standi vörð um stjórnarskrá landsins og verji hana gegn illa ígrunduðu frumvarpi um breytingar á henni, eins og um stjórnlagaþing sem á að vera persónukjör og jafn kódi karla og kvenna og einnig uppbótarákvæði. Það verða þá 65% af höfuðborgarsvæðinu því það er ekki kjördæmaskipting og uppbótarákvæðið getur ekki orðið í persónukjöri og landið eitt kjördæmi. Þetta er þvílík vitleysa að hálfa væri nóg.

Ég held að Jóhanna ætti að fara í að bjarga þessum fyrirtækjum og heimilum sem hún stærir sig af og hætta þessari sjálfsblekkingu.


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum bara þakka fyrir að þessari slepjubullsútsendingu er lokið.

Axel (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband