Úr kreppunni

Eftir að hafa hlustað á borgarafund í gærkveldi frá Rvk. norður þá varð ég alveg hvumsa við tillögur VG og Samf. þar sem þau sjá lausnina í að hækka skatta og lækka laun!!!

Ég sé ekki það svigrúm hjá heimilunum að lækka enn frekar í launum og greiða meira í skatta, það er alla vega ekki svo mikið aflögu í heimilisbókhaldinu hjá mér.

Ég ætla rétt að vona að almenningur í landinu sjái það að við þessar aðstæður og tillögur núverandi ríkisstjórnar þá verðum við í kreppu næstu áratugina.

Við verðum að kjósa til framtíðar en ekki fortíðar, Sjálfstæðisflokkurinn er með einu raunhæfu tillögurnar til að ná þessari þjóð út úr kreppunni. Hagsmunir heimilanna og fyrirtækjanna fara saman, það lifa engin heimili ef engin eru störfin. Komum atvinnulífinu í gang og þá lifa heimilin XD.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband