18.1.2010 | 00:40
Prófkjör XD í Mosfellsbæ
Núna stendur yfir prófkjörsbarátta hjá sjálfstæðisflokknum í Mosfellsbæ og mun prófkjörskosning fara fram 6. febrúar 2010.
Það eru 15 aðilar sem buðu sig fram í prófkjörinu, mjög frambærilegt fólk allt saman. Það er mjög gaman hvað margir gáfu kost á sér í prófkjörinu og spennandi að fylgjast með framvindunni. Mér sýnist líka vera frábær andi í hópnum og mikil gleði.
Málið er mér mjög skylt því eiginkona mín Herdís Sigurjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti listans. Hún hefur setið í bæjarstjórn í tæp 12 ár og er núna formaður bæjarráðs og situr í umhverfisnefnd. Herdís hefur meðal annars verið forseti bæjarstjórnar, formaður fræðslunefndar og fjölskyldunefndar, auk þess að sitja í öðrum nefndum og ráðum.
Herdís er lífeindafræðingur að mennt og hefur nýlokið meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræðum frá HÍ og stundar jafnframt doktorsnám í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar nú á verkfræðistofu VSÓ ráðgjöf. Áður starfaði hún sem verkefnisstjóri neyðarvarna og neyðaraðstoðar hjá Rauðakrossinum og við rannsóknarstörf að Keldum.
Herdís er harðdugleg, heiðarleg og hefur enn brennandi áhuga á málefnum samfélagsins okkar. Hún hefur unnið ötullega fyrir Mosfellinga og samfélagið sem við búum í. Henni eru öll málefni hugleikin en sérstaklega þó skólamál, umhverfismál og öldrunarmálin. Nú þegar hefur framhaldsskóli verið starfræktur í Mosfellsbæ og verður á þessu ári hafist handa við hjúkrunarheimili í bænum.
Ég skora á alla sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ að standa að baki Herdísi og kjósa hana í 2. sætið þann 6. febrúar næstkomandi.
Hægt er að sjá greinar og nánari upplýsingar inni á herdis.blog.is
Herdís á Facebook
Stuðningsmannasíða Herdísar á Facebook
Til að skrá sig í flokkinn XD og taka þátt í prófkjöri.
Kosið verður þann 6. feb. í sjálfstæðisheimilinu Háholti frá 10-18 og utankjörstaðakosning fer fram í valhöll vikuna áður á virkum dögum á vinnutíma.
Stuðningsmaður nr. 1
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.