20.3.2009 | 10:08
Forgangur ríkisstjórnar
Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar hissa þegar frétt barst um það að ríkistjórnin ætlaði að klára frumvarp um súlustaði og vændi fyrir kosningar!
Varðandi vændi þá stendur til að banna kaup en leifa sölu. Ég hef einhvernvegin ekki trú á því að þetta geti verið eðlilegt, að einhver geti selt vöru löglega en kært síðan kaupanda vörunnar af því það er ólöglegt?? fyrir mér er þetta rugl. Annaðhvort er bæði sala og kaup bönnuð eða leifð.
Hins vegar vakti fréttin furðu mína á forgangsröðun "bráðabirgðaríkisstjórnarinnar" við þessar aðstæður í þjóðfélaginu, þegar fyrirtækin sligast undan vaxtaoki og heimilin líka. Fjöldi atvinnulausra er yfir 17.000 og eykst stöðugt, því fyrirtækin lifa ekki í núverandi vaxtaumhverfi og verkefnaskortur er mikill.
Nei þá kemur ríkistjórnin með mál um súlustaði og vændi sem keyra á í gegn fyrir kosningar, þetta mun örugglega bjarga mörgum heimilum og hjálpa atvinnulausum.
Ég tel að núvarandi ríkisstjórn hafi algjörlega klúðrað sínum málum miðað við yfirlýsingar hennar í upphafi, og vaxtalækkunin í gær er eiginlega skandall, við erum alveg jafndauð með 17% stýrivexti í stað 18%.
Ég get ekki sagt að þessi ríkisstjórn sé hæf til að stjórna landinu. Það er eins gott að það eru að koma kosningar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.