Steingrímur J. dapurlegur

Ég las grein Steingríms J. Sigfússonar í mogganum í dag og verð ég að segja að það er dapurlegt að fjármálaráðherra landsins leggist svona lágt og hann gerir með þessari lágkúrulegu grein um landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Þarna voru komnir yfir 1.900 landsfundafulltrúar sem fóru yfir málefnaflokka og settu línuna fyrir komandi kosningar, engin deyfð var yfir landfundarfólki eins og Seingrímur  reynir að láta líta út fyrir í grein sinni.

Ég veit ekki hvort hann gerir sér ekki grein fyrir því að hann er fjármálaráðherra en allavega eru skrif hans og framkoma eins og ráðalaus einstaklingur í minnihluta. Ég hef ekki orðið var við þær aðgerðir sem hann segist vera að skúra eftir sjálfstæðisflokkinn, þetta minnir mig frekar á skúringar með skítugu vatni.

Steingrímur þú ættir að nota færri lýsingarorð um aðra og líta frekar í eigin barm. Sá vitringur sem þú telur sjálfan þig vera og hafir alla tíð vitað hvernig færi dæmir sjálfan sig, þú ert einn þeirra sem hrósaðir bönkunum og hafðir ekki stór orð um þá fyrr en eftir hrunið, þá vissir þú allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband