19.4.2009 | 23:21
Hlutfallsleiðin ??
Ég las grein Lúðvíks Elíassonar í mogganum í dag, síðu 40, þar fer hann yfir að ef fellt er niður ákveðið hlutfall skulda heimila og smærri fyrirtækja séu þeir sem skulda mest að hagnast. Þetta sama viðhorf hefur einnig komið frá núverandi ríkistjórn.
Þeir aðilar sem skulduðu mikið hafa þá líklega tapað hvað mest við núverandi verðbólgu og vexti sem og skráð gengi erlendra lána, fyrir og eftir hrun. Þetta snýst um að reyna að rétta hlut heimilanna hvort heldur þau skulduðu mikið eða lítið, koma ástandinu í svipað horf og fyrrihluta árs 2008.
Ég tel að einhverskonar hlutfallsleið, hvort heldur það sé fast % hlutfall eða færa aftur vísitölu og handstýra gengi erlendra skulda, sé nauðsynlegt til að rétta af stöðu heimilanna og minni fyrirtækja.
Það eitt gæti bjargað mjög mörgum smærri fyrirtækjum til að lifa áfram, þau færu úr neikvæðri eignastöðu í jákvæða og fengju fyrirgreiðslu í bönkum sem þau ekki fá í dag vegna neikvæðrar eignastöðu.
Það yrði kannski til þess að færri færu í mál við ríkið og bankana eins og nú stendur til vegna lána og kaup lánasafna með sa. 50% afföllum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.